Handbolti

Róbert að­stoðar Ágúst á Hlíðar­enda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Gunnarsson hefur stýrt karlaliði Gróttu undanfarin þrjú ár.
Róbert Gunnarsson hefur stýrt karlaliði Gróttu undanfarin þrjú ár. vísir/anton

Valur hefur ráðið Róbert Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í handbolta, sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins frá og með næsta tímabili.

Róbert er þjálfari karlaliðs Gróttu en lætur af störfum eftir tímabilið. Þá liggur leið hans á Hlíðarenda þar sem hann mun aðstoða Ágúst Jóhannsson með karlalið Vals.

Ágúst hættir með kvennalið Vals eftir tímabilið og tekur við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni.

Sonur Róberts, Gunnar, er nýlega byrjaður að spila með meistaraflokki Vals. Hann hefur skorað ellefu mörk í þrettán leikjum í Olís-deildinni í vetur.

Róbert hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og var meðal annars annar þjálfara U-21 árs landsliðs karla sem vann brons á HM fyrir tveimur árum.

Erfiðlega hefur gengið hjá Gróttu að undanförnu og liðið er í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Valur er hins vegar í 2. sæti, einu stigi á eftir toppliði FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×