Spaun hefur leikið þrjá fyrstu hringina á tólf höggum undir pari en annar er landi hans Bud Cauley á ellefu höggum undir pari. Cauley endaði hringinn á miklu flugi en hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum.
J.J. Spaun leads with 18 holes to go at THE PLAYERS. #THEPLAYERS | @JJSpaun pic.twitter.com/ZvUI6uiGeX
— THE PLAYERS (@THEPLAYERS) March 15, 2025
Bandaríkjamenn eru í fjórum efstu sætunum en Norður-Írinn Rory McIlroy er fjórum höggum á eftir fremsta manni og á því enn möguleika á lokahringnum.
McIlroy hefði getað verið í mun betri stöðu en var í vandræðum á seinni níu í gær og tapaði höggum á 12., 13. og 17. holu auk þess að klúðra góðu fuglafæri á sextándu holu.
„Mér fannst ég spila betur en skorið mitt segir. Ég skildi því mikið eftir út á golfvelli en á sama tíma þá er ég ekkert allt of langt á eftir,“ sagði Rory McIlroy eftir hringinn.
Lokahringurinn fer fram í dag og kvöld.
54-hole leader @JJSpaun was born for this.
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 16, 2025
JJ’s mom Dollie was an avid golfer, playing golf until she was eight months pregnant (after her doctor approved.)
“People would always tell me that my son was going to be a golfer when he grew up." pic.twitter.com/8MA0QaYvCb