Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 06:59 JJ Spaun lét ekki deigan síga í gær og náði að tryggja sér framlengingu. AFP/GETTY/Logan Bowles Úrslitin á Players meistaramótinu, sem stundum er kallað fimmta risamótið í golfi, ráðast í þriggja holu framlengingu í dag og þar eigast við tveir kylfingar með afar ólíka ferilskrá. Norður-Írinn Rory McIlroy virtist ætla að tryggja sér sigur á mótinu þegar hann náði þriggja högga forskoti í gær, á lokahringnum. Því náði hann á 12. holu, eftir fjögurra klukkutíma hlé vegna þrumuveðurs. Hinn bandaríski JJ Spaun, sem var efstur fyrir lokahringinn en byrjaði hann illa, komst í mikinn ham eftir þrumuveðrið og vann upp forskot McIlroy. Þeir voru orðnir jafnir eftir 16 holur og pöruðu báðir síðustu tvær holurnar. Þeir enduðu á -12 höggum, tveimur höggum á undan Tom Hoge, Akshay Bhatia og Lucas Glover. McIlroy er í 2. sæti heimslistans, hefur þegar unnið 27 mót á PGA-mótaröðinni og er mögulega besti kylfingur sinnar kynslóðar. Spaun er aftur á móti mun minna þekktur, í 57. sæti heimslistans, með aðeins einn sigur á PGA-móti í 227 tilraunum og íhugaði að hætta á síðasta ári. Pressan er öll á Rory McIlroy í dag.AFP/GETTY/DAVID CANNON Það er því ljóst hvor þykir sigurstranglegri í dag, þegar framlengingin hefst klukkan 13 að íslenskum tíma. „Það halda allir að hann vinni. Ég held að það búist fáir við því að ég hafi betur. En ég býst sjálfur við því að ég vinni. Það er það eina sem skiptir mig máli,“ sagði Spaun. Að sama skapi er öll pressan á McIlroy í framlengingunni sem gengur þannig fyrir sig að kylfingarnir spila þrjár síðustu brautirnar á TPC Sawgrass vellinum. Verði þeir enn jafnir eftir það þá tekur við bráðabani sem hefst á 17. braut sem er ein sú frægasta í golfheiminum. Þaðan er haldið á 18. braut ef þess þarf og svo á 16. braut ef þess þarf. Þetta er svo endurtekið eins og þarf þar til að sigurvegari er fundinn. Golf Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy virtist ætla að tryggja sér sigur á mótinu þegar hann náði þriggja högga forskoti í gær, á lokahringnum. Því náði hann á 12. holu, eftir fjögurra klukkutíma hlé vegna þrumuveðurs. Hinn bandaríski JJ Spaun, sem var efstur fyrir lokahringinn en byrjaði hann illa, komst í mikinn ham eftir þrumuveðrið og vann upp forskot McIlroy. Þeir voru orðnir jafnir eftir 16 holur og pöruðu báðir síðustu tvær holurnar. Þeir enduðu á -12 höggum, tveimur höggum á undan Tom Hoge, Akshay Bhatia og Lucas Glover. McIlroy er í 2. sæti heimslistans, hefur þegar unnið 27 mót á PGA-mótaröðinni og er mögulega besti kylfingur sinnar kynslóðar. Spaun er aftur á móti mun minna þekktur, í 57. sæti heimslistans, með aðeins einn sigur á PGA-móti í 227 tilraunum og íhugaði að hætta á síðasta ári. Pressan er öll á Rory McIlroy í dag.AFP/GETTY/DAVID CANNON Það er því ljóst hvor þykir sigurstranglegri í dag, þegar framlengingin hefst klukkan 13 að íslenskum tíma. „Það halda allir að hann vinni. Ég held að það búist fáir við því að ég hafi betur. En ég býst sjálfur við því að ég vinni. Það er það eina sem skiptir mig máli,“ sagði Spaun. Að sama skapi er öll pressan á McIlroy í framlengingunni sem gengur þannig fyrir sig að kylfingarnir spila þrjár síðustu brautirnar á TPC Sawgrass vellinum. Verði þeir enn jafnir eftir það þá tekur við bráðabani sem hefst á 17. braut sem er ein sú frægasta í golfheiminum. Þaðan er haldið á 18. braut ef þess þarf og svo á 16. braut ef þess þarf. Þetta er svo endurtekið eins og þarf þar til að sigurvegari er fundinn.
Golf Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Sjá meira