„Það er bara einn titill eftir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2025 19:58 Stefán Arnarson, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Haukar máttu þola sex marka tap gegn Val í kvöld í leik þar sem Valskonur höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda. „Við grófum okkur gröf í fyrri hálfleik og vorum bara slakar í öllum þáttum leiksins,“ sagði Stefán í leikslok. „Við bættum leik okkar aðeins í seinni hálfleik en Valur er bara of gott lið til að það sé hægt að leyfa þeim að fá svona mikið forskot.“ Frammistaða Hauka litast þó að einhverju leyti af því að liðinu vantaði tvo lykilmenn í kvöld. „Það vantar náttúrulega mikið þegar Rut (Jónsdóttir) og Sara Sif (Helgadóttir) eru ekki með. Þær eru báðar landsliðskonur, en við eigum að geta gert betur. Þú segir að við höfum verið sofandi og við vorum rosalega linar varnarlega og spiluðum þá bara illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum aðeins upp í seinni hálfleik og fengum smá markvörslu, en heilt yfir var Valur bara miklu betri í dag.“ „Við getum tekið eitt og annað úr þessum leik, en við eigum bara að gera betur. Þessi leikur skiptir ekki öllu máli, við erum alltaf í þriðja sæti. Hvort sem við hefðum unnið eða ekki. Við þurfum bara að byggja okkur upp og við ætlum okkur að gera betur í úrslitakeppninni. Við eigum tvo leiki eftir og þurfum eiginlega að koma vel spilandi inn í úrslitakeppnina.“ Þá nýtti Stefán tækifærið og óskaði Valskonum til hamingju með deildarmeistaratitilinn, þó hann sé ekki formlega í höfn. „Við erum búnar að standa okkur ágætlega í vetur, en Valur var löngu búinn að klára þennan deildarmeistaratitil. Það er einn titill eftir sem er Íslandsmeistaratitillinn og við ætlum að gera harða atlögu þar. En ég ætla bara að óska Val til hamingju með deildarmeistaratitilinn,“ sagði Stefán að lokum Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Haukar máttu þola sex marka tap gegn Val í kvöld í leik þar sem Valskonur höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda. „Við grófum okkur gröf í fyrri hálfleik og vorum bara slakar í öllum þáttum leiksins,“ sagði Stefán í leikslok. „Við bættum leik okkar aðeins í seinni hálfleik en Valur er bara of gott lið til að það sé hægt að leyfa þeim að fá svona mikið forskot.“ Frammistaða Hauka litast þó að einhverju leyti af því að liðinu vantaði tvo lykilmenn í kvöld. „Það vantar náttúrulega mikið þegar Rut (Jónsdóttir) og Sara Sif (Helgadóttir) eru ekki með. Þær eru báðar landsliðskonur, en við eigum að geta gert betur. Þú segir að við höfum verið sofandi og við vorum rosalega linar varnarlega og spiluðum þá bara illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum aðeins upp í seinni hálfleik og fengum smá markvörslu, en heilt yfir var Valur bara miklu betri í dag.“ „Við getum tekið eitt og annað úr þessum leik, en við eigum bara að gera betur. Þessi leikur skiptir ekki öllu máli, við erum alltaf í þriðja sæti. Hvort sem við hefðum unnið eða ekki. Við þurfum bara að byggja okkur upp og við ætlum okkur að gera betur í úrslitakeppninni. Við eigum tvo leiki eftir og þurfum eiginlega að koma vel spilandi inn í úrslitakeppnina.“ Þá nýtti Stefán tækifærið og óskaði Valskonum til hamingju með deildarmeistaratitilinn, þó hann sé ekki formlega í höfn. „Við erum búnar að standa okkur ágætlega í vetur, en Valur var löngu búinn að klára þennan deildarmeistaratitil. Það er einn titill eftir sem er Íslandsmeistaratitillinn og við ætlum að gera harða atlögu þar. En ég ætla bara að óska Val til hamingju með deildarmeistaratitilinn,“ sagði Stefán að lokum
Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira