Grótta er enn í neðsta sæti en nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV, sem á leik til góða, og tveimur stigum á eftir Stjörnunni. ÍBV spilar heima gegn Selfossi á morgun og þá jafnast leikjafjöldinn.
Tvær umferðir eru síðan eftir af Olís deildinni. Grótta á erfitt verkefni gegn Val í næstu umferð og mætir síðan ÍR í lokaumferðinni.
Í sigri kvöldsins gegn Stjörnunni var Ída Margrét Stefánsdóttir markahæst með átta mörk, auk þriggja stoðsendinga. Karlotta Óskarsdóttir fylgdi henni eftir með sex mörk og fimm stoðsendingar.