Liðið tekur með sér þriggja marka forystu heim til Þýskalands, seinni leikurinn fer svo fram næsta sunnudag.
Blomberg-Lippe sýndi mikla yfirburði í upphafi leiks og tók mest sex marka forystu. Eftir því sem líða fór á tókst heimaliðinu að vinna sig inn í leikinn og taka forystuna um miðjan seinni hálfleik.
Blomberg-Lippe var síðan sterkari aðilinn síðustu mínúturnar. Ona Vegue Pena skoraði svo úr víti í lokaskotinu til að tryggja þriggja marka sigur.
Andrea skoraði fimm mörk úr níu skotum, eitt þeirra úr hraðaupphlaupi. Díana Dögg Magnúsdóttir er enn frá vegna ristarbrots og lék ekki með Blomberg-Lippe í kvöld.
Norski handboltinn
Kolstad vann fimm marka, 33-28, útisigur gegn Kristiansand. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk, líkt og Sigvaldi Guðjónsson. Eldri bróðir Benedikts, Arnór Snær, skoraði tvö mörk. Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað.
Kolstad er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Elverum, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Í úrslitakeppninni í vor ræðst svo hvort Kolstad takist að verja Noregsmeistaratitilinn.