Handbolti

Al­dís með níu mörk í naumum sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aldís Ásta átti frábæran leik.
Aldís Ásta átti frábæran leik.

Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik í 30-29 sigri sænsku deildarmeistaranna Skara gegn Kristianstad í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Aldís skoraði níu mörk og var markahæst allra í leiknum. Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark fyrir gestaliðið Kristianstad en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir komst ekki á blað.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Skara á heimavelli og með forystuna mest allan tímann, en tókst aldrei að slíta sig laust frá gestunum. Sigurmarkið var skorað þegar aðeins tólf sekúndur voru eftir og Kristianstad tókst ekki að jafna á lokasekúndunum.

Þetta var fyrsti leikur liðanna en þrjá sigra þarf til að vinna einvígið og halda áfram í undanúrslit. Næsti leikur fer fram á föstudaginn í Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×