„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Hinrik Wöhler skrifar 26. mars 2025 22:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leyfir sér að fagna í kvöld áður en undirbúningur fyrir úrslitakeppnina hefst. Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. „Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl. FH Olís-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
„Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl.
FH Olís-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira