„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. mars 2025 10:01 Eftir áralanga stopula mætingu í líkamsræktina keypti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sér smá líkamsræktardót í bílskúrinn þegar Covid skall á. Síðan þá hefur hann byrjað daginn með klukkutímaæfingum þar. Á sumrin er uppáhaldið þó að spila golf klukkan sex og taka hundinn þá með. Vísir/Anton Brink Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Rúmlega sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Til að vekja ekki aðra fjölskyldumeðlimi læðist ég inn í bílskúr og tek tæplega klukkutíma æfingu þar, annað hvort á hjóli eða léttar lyftingar. Ég gerðist meðlimur hjá World Class árið 2003 og mætti sæmilega reglulega þar til var lokað út af Covid vorið 2020. Keypti þá eitthvað smá dót í bílskúrinn sem ég hef notað síðan. Tíminn nýtist betur svona en að sjálfsögðu ekki sami félagsskapurinn sem er galli. Svo þarf að ganga með hundinn á morgnana en síðustu vikur og mánuði hefur konan mín verið mun duglegri þar en ég. Reyndar er takturinn aðeins annars á sumrin en þá stekk ég oft út á golfvöll klukkan sex og spila nokkrar holur og tek þá hundinn með. Vegna veðurs var síðasta sumar ekki alveg nógu gott hvað þetta varðar en ég bind miklar vonir við að árið í ár verði miklu betra.“ Hvaða lag frá unglingsárunum er líklegast til að koma þér í dansgírinn? „Þó það sé kannski ekki endilega mikið danslag þá kemur Blindsker mér alltaf í ákveðinn gír. Frábært lag sem ég er búinn að syngja með frá því á unglingsárunum – væri samt mjög til í að vera betri söngvari. Ég er alinn upp á Eskifirði þar sem Bubbi var talsvert mikið og spilaði meðal annars nokkrum sinnum fyrir okkur í grunnskólanum þannig að ég er með tónlistina hans aðeins í blóðinu. Var jafnframt nokkra daga í strákahljómsveit með skólafélögum mínum, Ragga og Óla Geir. Þeir sáu mjög fljótlega að hæfileikar mínir á þessu sviði voru mjög takmarkaðir, komu því á framfæri með kurteisislegum hætti og þar með lauk mínum örstutta tónlistarferli. Náði samt að „spila“ nokkur Bubbalög með þeim. Í dag hlusta ég mjög mikið á alls konar tónlist og enn talsvert á Bubba.“ Bogi segir dagana sína oft þétt setna af fundum. Fyrir þetta ár setti hann sér þó það markmið að minnka fundarsetu en ná oftar að spjalla við samstarfsfólk. Sem svo sannarlega er að skila sér því Bogi segist bæði fá orku og innsýn í reksturinn frá þeim samtölum.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Eins og alltaf er mjög margt í gangi hjá okkur hjá Icelandair. Á þessu ári fljúgum við til 62 áfangastaða í farþegaflugi og flugáætlunin verður sú stærsta í 88 ára sögu félagsins. Hjá okkur er því allt á fullu við undirbúning sumarsins. En við erum jafnframt að horfa til lengri framtíðar og erum þessa dagana að stilla upp næsta ári í leiðakerfinu og flugflotamálin erum við að skoða til enn lengri framtíðar. Þá er mikil áhersla hjá okkur núna á umbætur í rekstrinum. Við erum að velta við öllum steinum í starfseminni í þeim tilgangi að bæta reksturinn. Við erum þegar farin að sjá verulegan árangur og erum að vinna í um 400 umbótaverkefnum. Okkur hjá Icelandair leiðist því ekkert í vinnunni. Í þessu töluðu orðum er ég í flugi á leið til Brussel þar sem ég er að fara á stjórnarfund A4E sem eru samtök evrópskra flugfélaga. Slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári og þar hitti ég forstjóra margra evrópska flugfélaga þar sem við ræðum meðal annars samkeppnishæfni evrópska fluggeirans. Fundurinn núna kemur upp á mjög áhugaverðum tímapunkti þar sem það eru umbrotatímar í heimsmálunum og ekki síður vegna þess að Evrópusambandið er búið að átta sig á því að íþyngjandi regluverk hefur haft verulega neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Evrópulanda.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég byrja daginn yfirleitt mjög snemma til að fá yfirsýn því dagbókin mín er því miður allt of þétt setin af fundum yfir daginn. Ég setti mér það markmið fyrir þetta ár að minnka fundarsetu og vera meira á ferðinni um starfstöðvar okkar, spjalla við samstarfsfólk og svo framvegis. Þau eru í hringiðunni, í samskiptum við viðskiptavini og vinna mikilvæga vinnu bakvið tjöldin við að halda öllu gangandi hjá okkur. Í sannleika sagt er alltaf hægt að gera betur hvað þetta varðar en hvatinn er svo sannarlega til staðar því þetta gefur mér mikla orku og í óformlegum samtölum við samstarfsfólk fær maður mjög góða innsýn inn í hvað gengur vel og hvað má betur fara.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni alltaf að ná sjö til átta tíma svefni og er því oftast kominn í rúmið ekki seinna en klukkan hálf ellefu og á auðvelt með að sofna.“ Kaffispjallið Icelandair Tengdar fréttir „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02 Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04 Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02 Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. 1. mars 2025 10:02 Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Rúmlega sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Til að vekja ekki aðra fjölskyldumeðlimi læðist ég inn í bílskúr og tek tæplega klukkutíma æfingu þar, annað hvort á hjóli eða léttar lyftingar. Ég gerðist meðlimur hjá World Class árið 2003 og mætti sæmilega reglulega þar til var lokað út af Covid vorið 2020. Keypti þá eitthvað smá dót í bílskúrinn sem ég hef notað síðan. Tíminn nýtist betur svona en að sjálfsögðu ekki sami félagsskapurinn sem er galli. Svo þarf að ganga með hundinn á morgnana en síðustu vikur og mánuði hefur konan mín verið mun duglegri þar en ég. Reyndar er takturinn aðeins annars á sumrin en þá stekk ég oft út á golfvöll klukkan sex og spila nokkrar holur og tek þá hundinn með. Vegna veðurs var síðasta sumar ekki alveg nógu gott hvað þetta varðar en ég bind miklar vonir við að árið í ár verði miklu betra.“ Hvaða lag frá unglingsárunum er líklegast til að koma þér í dansgírinn? „Þó það sé kannski ekki endilega mikið danslag þá kemur Blindsker mér alltaf í ákveðinn gír. Frábært lag sem ég er búinn að syngja með frá því á unglingsárunum – væri samt mjög til í að vera betri söngvari. Ég er alinn upp á Eskifirði þar sem Bubbi var talsvert mikið og spilaði meðal annars nokkrum sinnum fyrir okkur í grunnskólanum þannig að ég er með tónlistina hans aðeins í blóðinu. Var jafnframt nokkra daga í strákahljómsveit með skólafélögum mínum, Ragga og Óla Geir. Þeir sáu mjög fljótlega að hæfileikar mínir á þessu sviði voru mjög takmarkaðir, komu því á framfæri með kurteisislegum hætti og þar með lauk mínum örstutta tónlistarferli. Náði samt að „spila“ nokkur Bubbalög með þeim. Í dag hlusta ég mjög mikið á alls konar tónlist og enn talsvert á Bubba.“ Bogi segir dagana sína oft þétt setna af fundum. Fyrir þetta ár setti hann sér þó það markmið að minnka fundarsetu en ná oftar að spjalla við samstarfsfólk. Sem svo sannarlega er að skila sér því Bogi segist bæði fá orku og innsýn í reksturinn frá þeim samtölum.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Eins og alltaf er mjög margt í gangi hjá okkur hjá Icelandair. Á þessu ári fljúgum við til 62 áfangastaða í farþegaflugi og flugáætlunin verður sú stærsta í 88 ára sögu félagsins. Hjá okkur er því allt á fullu við undirbúning sumarsins. En við erum jafnframt að horfa til lengri framtíðar og erum þessa dagana að stilla upp næsta ári í leiðakerfinu og flugflotamálin erum við að skoða til enn lengri framtíðar. Þá er mikil áhersla hjá okkur núna á umbætur í rekstrinum. Við erum að velta við öllum steinum í starfseminni í þeim tilgangi að bæta reksturinn. Við erum þegar farin að sjá verulegan árangur og erum að vinna í um 400 umbótaverkefnum. Okkur hjá Icelandair leiðist því ekkert í vinnunni. Í þessu töluðu orðum er ég í flugi á leið til Brussel þar sem ég er að fara á stjórnarfund A4E sem eru samtök evrópskra flugfélaga. Slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári og þar hitti ég forstjóra margra evrópska flugfélaga þar sem við ræðum meðal annars samkeppnishæfni evrópska fluggeirans. Fundurinn núna kemur upp á mjög áhugaverðum tímapunkti þar sem það eru umbrotatímar í heimsmálunum og ekki síður vegna þess að Evrópusambandið er búið að átta sig á því að íþyngjandi regluverk hefur haft verulega neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Evrópulanda.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég byrja daginn yfirleitt mjög snemma til að fá yfirsýn því dagbókin mín er því miður allt of þétt setin af fundum yfir daginn. Ég setti mér það markmið fyrir þetta ár að minnka fundarsetu og vera meira á ferðinni um starfstöðvar okkar, spjalla við samstarfsfólk og svo framvegis. Þau eru í hringiðunni, í samskiptum við viðskiptavini og vinna mikilvæga vinnu bakvið tjöldin við að halda öllu gangandi hjá okkur. Í sannleika sagt er alltaf hægt að gera betur hvað þetta varðar en hvatinn er svo sannarlega til staðar því þetta gefur mér mikla orku og í óformlegum samtölum við samstarfsfólk fær maður mjög góða innsýn inn í hvað gengur vel og hvað má betur fara.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni alltaf að ná sjö til átta tíma svefni og er því oftast kominn í rúmið ekki seinna en klukkan hálf ellefu og á auðvelt með að sofna.“
Kaffispjallið Icelandair Tengdar fréttir „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02 Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04 Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02 Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. 1. mars 2025 10:02 Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02
Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04
Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02
Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. 1. mars 2025 10:02
Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02