Handbolti

Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Haukar misstu einvígið úr höndum sér.
Haukar misstu einvígið úr höndum sér.

Haukar eru úr leik í Evrópubikarnum í handbolta eftir stórt og slæmt tap úti í Bosníu gegn HC Izvidac. Haukar unnu fyrri leikinn með þremur mörkum en töpuðu með sjö mörkum í kvöld, 33-26.

Í fyrri leik liðanna á Ásvöllum tóku Haukar frumkvæðið og leiddu með þremur til fjórum mörkum lungann úr leiknum. Hlutverkin snerust svo við í Ljubusk í Bosníu í kvöld.

HC Izvidac var fljótt komið með fimm marka forystu sem liðið hélt allan fyrri hálfleikinn. Þeir brunuðu svo enn lengra fram úr í seinni hálfleik og leiddu mest með ellefu mörkum, en Haukar minnkuðu muninn undir lokin.

Lokatölur 33-26, fyrri leikurinn endaði 30-27. Einvíginu lauk því með 60-56 sigri bosníska liðsins. Hornamaðurinn Össur Haraldsson var markahæstur Hauka með sex mörk.

Mikill áhorfendafjöldi safnaðist saman á seinni leikinn, sem var í beinu streymi og má sjá hér fyrir neðan. 

Haukar ferðast nú heim á frón og spila gegn Fram næsta fimmtudag í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×