„Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 13:18 Valskonur eru nýbúnar að fagna deildarmeistaratitli en ætla sér núna að komast í úrslitaeinvígi EHF-bikarsins, fyrstar íslenskra kvenna. Valur handbolti Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna. Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“ EHF-bikarinn Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira