Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær.
From the incident.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025
🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd
Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn.
Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila
AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina.
„Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan.
Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá
Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því.
„Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic.
„Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic.