Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 08:00 Blysum var hent inn á völlinn í höllinni í Belgrad áður en leikurinn í gær gat hafist. Twitter Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni. Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic. EHF-bikarinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic.
EHF-bikarinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira