Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 08:00 Blysum var hent inn á völlinn í höllinni í Belgrad áður en leikurinn í gær gat hafist. Twitter Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni. Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic. EHF-bikarinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic.
EHF-bikarinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira