Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:02 Arnar Gunnlaugsson í viðtali fyrir leik KR og ÍA sumarið 1997. Hann á ekki góðar minningar frá þeim leik eða þessum tíma. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira