Spáin var kynnt á upphitunarfundi fyrir Bestu deildina í dag en keppni hefst um helgina. Breiðablik og Afturelding ríða á vaðið á laugardagskvöld og svona lítur fyrsta umferð út:
Fyrsta umferð:
- Laugardagur 5. apríl
- 19:15 Breiðablik - Afturelding, Stöð 2 Sport
- Sunnudagur 6. apríl
- 14:00 Valur - Vestri, Stöð 2 BD
- 16:15 KA - KR, Stöð 2 Sport 5
- 19:15 Fram - ÍA, Stöð 2 Sport 5
- Mánudagur 7. apríl
- 18:00 Víkingur - ÍBV, Stöð 2 BD
- 19:15 Stjarnan - FH, Stöð 2 Sport 5
- 21:25 Stúkan, Stöð 2 Sport 5
Breiðablik á titil að verja en endar í 2. sæti samkvæmt spánni, á eftir Víkingum sem nú leika undir stjórn Sölva Geirs Ottesen og með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs. Þetta er annað árið í röð sem liði Gylfa er spáð titlinum því Val var spáð efsta sæti fyrir ári síðan.
Valsmenn verða samkvæmt spánni núna í 3. sæti, sætinu sem þeir enduðu í á síðustu leiktíð. KR-ingum, nú undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá upphafi tímabils, er spáð 4. sæti eftir að hafa hafnað í 8. sæti deildarinnar í fyrra.
Stjarnan og ÍA verða á svipuðum slóðum og í fyrra, miðað við spána, en FH í neðri hlutanum í stað KR. Fram er spáð 9. sæti og bikarmeisturum KA 8. sæti. Nýliðar Aftureldingar halda sér uppi, samkvæmt spánni, en Vestri og ÍBV enda í neðstu sætunum.
Spá Bestu deildar karla 2025
- Víkingur
- Breiðablik
- Valur
- KR
- Stjarnan
- ÍA
- FH
- KA
- Fram
- Afturelding
- Vestri
- ÍBV
Fimm lið fengu atkvæði í efsta sæti
Víkingar fengu 22 atkvæði í efsta sæti af 35 sem greidd voru en einn atkvæðaseðill var ekki nýttur. Níu spáðu Breiðabliki titlinum, tveir tippuðu á Val, einn á KR og einn á Stjörnuna.
Atkvæði til Víkings: 22 í 1. sæti, 7 í 2. sæti, 4 í 3. sæti, 1 í 4. sæti, 1 í 5. sæti.
Atkvæði til Breiðabliks: 9 í 1. sæti, 22 í 2. sæti, 3 í 3. sæti, 1 í 4. sæti.
Atkvæði til Vals: 1 í 1. sæti, 4 í 2. sæti, 13 í 3. sæti, 11 í 4. sæti, 2 í 5. sæti, 2 í 6. sæti, 1 í 7. sæti.
Atkvæði til KR: 1 í 1. sæti, 1 í 2. sæti, 10 í 3. sæti, 5 í 4. sæti, 9 í 5. sæti, 6 í 6. sæti, 2 í 7. sæti, 1 í 8. sæti.
Atkvæði til Stjörnunnar: 1 í 1. sæti, 1 í 2. sæti, 2 í 3. sæti, 12 í 4. sæti, 10 í 5. sæti, 5 í 6. sæti, 1 í 7. sæti, 1 í 9. sæti , 1 í 10. sæti, 1 í 11. sæti.
Atkvæði til ÍA: 2 í 3. sæti, 2 í 4. sæti, 6 í 5. sæti, 13 í 6. sæti, 4 í 7. sæti, 5 í 8. sæti, 2 í 9. sæti, 1 í 12. sæti.
Atkvæði til FH: 1 í 3. sæti, 4 í 5. sæti, 5 í 6. sæti, 9 í 7. sæti, 10 í 8. sæti, 4 í 9. sæti, 1 í 10. sæti, 1 í 11. sæti.
Atkvæði til KA: 2 í 4. sæti, 2 í 5. sæti, 6 í 7. sæti, 11 í 8. sæti, 8 í 9. sæti, 2 í 10. sæti, 4 í 11. sæti.
Atkvæði til Fram: 1 í 5. sæti, 2 í 6. sæti, 9 í 7. sæti, 6 í 8. sæti, 12 í 9. sæti, 4 í 10. sæti, 1 í 12. sæti.
Atkvæði til Aftureldingar: 1 í 4. sæti, 1 í 7. sæti, 2 í 8. sæti, 5 í 9. sæti, 12 í 10. sæti, 9 í 11. sæti, 5 í 12. sæti.
Atkvæði til Vestra: 1 í 7. sæti, 2 í 9. sæti, 12 í 10. sæti, 10 í 11. sæti, 10 í 12. sæti.
Atkvæði til ÍBV: 2 í 6. sæti, 1 í 7. sæti, 1 í 9. sæti, 3 í 10. sæti, 10 í 11. sæti, 18 í 12. sæti.