Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2025 13:01 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings sem nú er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hann þykir besti og erfiðasti mótherji deildarinnar. Vísir/Vilhelm Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu. Besta deild karla Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu.
Besta deild karla Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira