Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ekki fyrr en í næstu viku en nemendur í Fossvogsskóla voru svo heppnir að fá forsmekk af hátíðinni í dag með skemmtilegri dagskrá sem hófst með laginu Farfuglar í flutningi nemendakórs skólans en það fór ekki á milli mála að söngvararnir höfðu hæft sig dögum saman.
Fréttastofa ræddi við tvær stúlkur úr kórnum sem sögðu að það væri ekkert mál að koma fram á tónleikum sem þessum. Aðalatriðið væri að vera kátur.
Næst var komið að frumflutningi á lagi Barnamenningarhátíðar, sem kallast „Hlaupasting.“ Liðsmenn hljómsveitarinnar Inspector Spacetime fengu, við gerð lagsins, texta frá krökkum í fjórða bekk sem fjölluðu um þeirra túlkun á því að fara „út að leika“ og unnu úr þeim söngtextann við lagið.
Í fréttinni má sjá og heyra nemendakór skólans flytja lagið Farfuglar og einnig Hljómsveitina Inspector Spacetime flytja lag Barnamenningarhátíðar við mikinn fögnuð krakkanna.