„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:31 Elmar Atli Garðarsson verður ekki með Vestra fyrstu vikur Íslandsmótsins sem hefst um helgina. Vísir/Hulda Margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli. Besta deild karla Vestri Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli.
Besta deild karla Vestri Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira