Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2025 09:33 Sölvi Geir þarf ekki að leita miðvarðar þrátt fyrir að tveir hafi hrokkið úr lestinni skömmu fyrir mót. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu. Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5 Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira