Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 16:09 Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Getty/Jan Woitas Andri Már Rúnarsson átti stórleik fyrir lið Leipzig sem mætti Magdeburg í þýska handboltanum í dag. Lærisveinum Heiðmars Felixsonar mistókst að koma sér á topp deildarinnar. Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tók á móti Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg sat í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn en gæti, með sigri í þeim leikjum sem liðið á til góða, komið sér aðeins einu stigi frá toppliðum deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Heimamenn í Leipzig voru einu marki yfir í hálfleik og í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til Magdeburg náði tveggja marka forystu í stöðunni 25-23. Eftir það var Magdeburg með frumkvæðið og komst mest þremur mörkum yfir. Þegar fimmtán sekúndur eftir gat Magdeburg tryggt sér sigurinn með marki úr vítakasti. Matthias Musche klikkaði hins vegar og Lepizig fékk tækifæri til að jafna. Andri Már fékk skot á lokasekúndunum en tókst ekki að skora og Magdeburg fagnaði 31-30 sigri. Andri Már átti góðan leik fyri Leipzig og skoraði sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt. Leipzig er í 13. sæti í ágætri fjarlægð frá fallsæti en Magdeburg í 6. sæti að reyna að eltast við toppliðin. Misstu af gullnu tækifæri Hannover Burgdorf var í 3. sæti fyrir leiki dagsins og gat með sigri gegn Göppingen á heimavelli tyllt sér á topp deildarinnar, uppfyrir bæði Fusche Berlin og Melsungen. Leikurinn reyndist hins vegar erfiðari fyrir heimaliðið en flestir bjuggust við en Göppingen var í 14. sæti fyrir leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Göppingen áhlaupi undir lok hans og leiddi 18-15 í hálfleik. Þegar Göppingen náði síðan fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik áttu heimamenn engin svör. Þeir komust mest átta mörkum yfir og unnu að lokum 36-30 sigur. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen en lærisveinar Heiðmars Felixsonar í Hannover Burgdorf naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst af tækifærinu að ná toppsæti deildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tók á móti Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg sat í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn en gæti, með sigri í þeim leikjum sem liðið á til góða, komið sér aðeins einu stigi frá toppliðum deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Heimamenn í Leipzig voru einu marki yfir í hálfleik og í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til Magdeburg náði tveggja marka forystu í stöðunni 25-23. Eftir það var Magdeburg með frumkvæðið og komst mest þremur mörkum yfir. Þegar fimmtán sekúndur eftir gat Magdeburg tryggt sér sigurinn með marki úr vítakasti. Matthias Musche klikkaði hins vegar og Lepizig fékk tækifæri til að jafna. Andri Már fékk skot á lokasekúndunum en tókst ekki að skora og Magdeburg fagnaði 31-30 sigri. Andri Már átti góðan leik fyri Leipzig og skoraði sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt. Leipzig er í 13. sæti í ágætri fjarlægð frá fallsæti en Magdeburg í 6. sæti að reyna að eltast við toppliðin. Misstu af gullnu tækifæri Hannover Burgdorf var í 3. sæti fyrir leiki dagsins og gat með sigri gegn Göppingen á heimavelli tyllt sér á topp deildarinnar, uppfyrir bæði Fusche Berlin og Melsungen. Leikurinn reyndist hins vegar erfiðari fyrir heimaliðið en flestir bjuggust við en Göppingen var í 14. sæti fyrir leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Göppingen áhlaupi undir lok hans og leiddi 18-15 í hálfleik. Þegar Göppingen náði síðan fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik áttu heimamenn engin svör. Þeir komust mest átta mörkum yfir og unnu að lokum 36-30 sigur. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen en lærisveinar Heiðmars Felixsonar í Hannover Burgdorf naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst af tækifærinu að ná toppsæti deildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni