Golf

Krakka­krúttin stálu sviðs­ljósinu á miðviku­degi fyrir Mastersmótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Brooks Koepka fylgist kátur með barninu sínu leika sér á flötinni á einni af par þrjú holunum á Augusta golfvellinum.
 Brooks Koepka fylgist kátur með barninu sínu leika sér á flötinni á einni af par þrjú holunum á Augusta golfvellinum. Getty/Michael Reaves

Mastersmótið í golfi hófst í dag en það eru margar athyglisverðar venjur og hefðir tengdu þessu móti.

Mótið er beinni á Stöð 2 Sport 4 stöðinni og verður sýnt frá öllum dögunum á þessu fyrsta risamóti ársins.

Ein af skemmtilegustu hefðunum er fjölskyldustemmningin sem myndast á miðvikudegi fyrir Mastersmótið.

Kylfingarnir sem taka þátt hverju sinni fá þá að taka fjölskyldur sínar með sér út á Augusta golfvöllinn.

Kylfingar taka þarna þátt í par þrjú holukeppni en börn þeirra eða makar fá að vera kylfusveinar þeirra. Þau eru því klædd í hvítum göllum eins og kylfusveinar eru í á mótinu.

Það var gaman að sjá krakkana njóta tímans með feðrum sínum og mörg þeirra sýndu og sönnuðu að þau eiga framtíð fyrir sér í golfinu. Þau fá nefnilega að slá, pútta og prófa sig aðeins áfram með kylfurnar.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af krökkunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×