Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 14:57 Magnús Orri Schram er nýtekinn við formennsku í knattspyrnudeild KR. aðsend KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ. Aron var rekinn af velli undir lok leiks KA og KR á Akureyri á sunnudaginn. Á þriðjudaginn var hann svo úrskurðaður í tveggja leikja bann. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en upptaka úr Spiideo-myndavél KA sýnt í Stúkunni á mánudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á því að Aron hefði átt að fá rauða spjaldið. Það voru KA-menn ósáttir við og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, skaut sérstaklega fast á Bjarna Guðjónsson, nýjan sérfræðing Stúkunnar, og benti á að hann ætti nú son í KR-liðinu, Jóhannes Kristinn. Magnús Orri Marínarson Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi um bannið sem Aron var dæmdur í. „Það eru tveir menn að kljást og dómarinn á myndbrotinu sér klárlega ekki það sem er að gerast. Ég held við getum allir verið sammála um það. Línuvörður eitt sér það ekki heldur og línuvörður tvö er hinum megin og sér þetta varla vel. Að öllum líkindum hefur þetta verið fjórði dómari sem tekur þessa ákvörðun,“ sagði Magnús. „Það er sett orðalag inn í skýrsluna; ofsaleg framkoma er þetta held ég orðað í skýrslunni sem fer inn til aganefndar. Ég get vel skilið að menn taki þessa ákvörðun. Bekkurinn hjá KA verður brjálaður og það er hiti. Heyrðu, svo bara rautt á manninn. Hann fór í andlitið á honum. Svo koma myndbandsupptökur af því sem gerist og það er viðtal við umræddan KA-mann [Andra Fannar Stefánsson] og þá er þetta kannski ekki eins og fólk hélt að þetta væri.“ KR-ingum var gefinn kostur á að koma andmælum á framfæri þegar mál Arons var tekið fyrir hjá aganefnd og þeir sendu inn í myndbandið sem var sýnt í Stúkunni. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur og Aron var dæmdur í tveggja leikja bann. „Skoðun mín er þessi: Ég tel að dómarinn hefði annað hvort átt að hnippa í aganefndina eða láta hafa eitthvað eftir sér að þetta hafi ekki verið svona ofsaleg framkoma eins og myndbandið sýnir,“ sagði Magnús sem vill meina að aganefndin hefði átt að afgreiða málið á annan hátt. „Vinnulagið er þannig er að málsaðilum er gefinn kostur á að koma fram með gögn sem aganefndin á að taka sjálfstæða afstöðu til. Þess vegna finnst mér tveggja leikja bann of langt seilst. Ég skil vel einn leikur í bann en eftir á, fyrst þessu verklagi var komið á, að það er hægt að kalla inn gögn og taka afstöðu til gagna, þá á dómarinn annað hvort að grípa inn í, eftir að hafa séð gögnin, eða aganefndin. Þetta á bara að vera lærdómur fyrir þetta ferli.“ Hlusta má á viðtalið Magnús í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um bann Arons hefst á 1:24:00. Leikur KA og KR endaði með 2-2 jafntefli. KR-ingar luku leik níu inni á vellinum en Hjalti Sigurðsson var rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Aron, sem er nýr fyrirliði KR, missir af leik liðsins gegn Val á AVIS-vellinum í Laugardalnum á mánudaginn og leik gegn FH í Kaplakrika 23. apríl. Besta deild karla KR KA KSÍ Stúkan Tengdar fréttir Aron í tveggja leikja bann Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn. 8. apríl 2025 15:37 „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. 6. apríl 2025 19:44 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Aron var rekinn af velli undir lok leiks KA og KR á Akureyri á sunnudaginn. Á þriðjudaginn var hann svo úrskurðaður í tveggja leikja bann. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en upptaka úr Spiideo-myndavél KA sýnt í Stúkunni á mánudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á því að Aron hefði átt að fá rauða spjaldið. Það voru KA-menn ósáttir við og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, skaut sérstaklega fast á Bjarna Guðjónsson, nýjan sérfræðing Stúkunnar, og benti á að hann ætti nú son í KR-liðinu, Jóhannes Kristinn. Magnús Orri Marínarson Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi um bannið sem Aron var dæmdur í. „Það eru tveir menn að kljást og dómarinn á myndbrotinu sér klárlega ekki það sem er að gerast. Ég held við getum allir verið sammála um það. Línuvörður eitt sér það ekki heldur og línuvörður tvö er hinum megin og sér þetta varla vel. Að öllum líkindum hefur þetta verið fjórði dómari sem tekur þessa ákvörðun,“ sagði Magnús. „Það er sett orðalag inn í skýrsluna; ofsaleg framkoma er þetta held ég orðað í skýrslunni sem fer inn til aganefndar. Ég get vel skilið að menn taki þessa ákvörðun. Bekkurinn hjá KA verður brjálaður og það er hiti. Heyrðu, svo bara rautt á manninn. Hann fór í andlitið á honum. Svo koma myndbandsupptökur af því sem gerist og það er viðtal við umræddan KA-mann [Andra Fannar Stefánsson] og þá er þetta kannski ekki eins og fólk hélt að þetta væri.“ KR-ingum var gefinn kostur á að koma andmælum á framfæri þegar mál Arons var tekið fyrir hjá aganefnd og þeir sendu inn í myndbandið sem var sýnt í Stúkunni. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur og Aron var dæmdur í tveggja leikja bann. „Skoðun mín er þessi: Ég tel að dómarinn hefði annað hvort átt að hnippa í aganefndina eða láta hafa eitthvað eftir sér að þetta hafi ekki verið svona ofsaleg framkoma eins og myndbandið sýnir,“ sagði Magnús sem vill meina að aganefndin hefði átt að afgreiða málið á annan hátt. „Vinnulagið er þannig er að málsaðilum er gefinn kostur á að koma fram með gögn sem aganefndin á að taka sjálfstæða afstöðu til. Þess vegna finnst mér tveggja leikja bann of langt seilst. Ég skil vel einn leikur í bann en eftir á, fyrst þessu verklagi var komið á, að það er hægt að kalla inn gögn og taka afstöðu til gagna, þá á dómarinn annað hvort að grípa inn í, eftir að hafa séð gögnin, eða aganefndin. Þetta á bara að vera lærdómur fyrir þetta ferli.“ Hlusta má á viðtalið Magnús í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um bann Arons hefst á 1:24:00. Leikur KA og KR endaði með 2-2 jafntefli. KR-ingar luku leik níu inni á vellinum en Hjalti Sigurðsson var rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Aron, sem er nýr fyrirliði KR, missir af leik liðsins gegn Val á AVIS-vellinum í Laugardalnum á mánudaginn og leik gegn FH í Kaplakrika 23. apríl.
Besta deild karla KR KA KSÍ Stúkan Tengdar fréttir Aron í tveggja leikja bann Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn. 8. apríl 2025 15:37 „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. 6. apríl 2025 19:44 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Aron í tveggja leikja bann Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn. 8. apríl 2025 15:37
„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. 6. apríl 2025 19:44