Íslenski boltinn

Adam Ægir á heim­leið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalíudvöl Adams Ægis Pálssonar er lokið.
Ítalíudvöl Adams Ægis Pálssonar er lokið. vísir/diego

Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu. 

Adam greindi frá þessu í DocZone í dag. Fótbolti.net greindi svo frá. Að sögn Adams kemur hann heim á þriðjudaginn, daginn eftir að Valur mætir KR í Bestu deildinni.

Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og fór svo til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam er núna á heimleið.

Eftir gott sumar hjá Keflavík 2022 gekk Adam í raðir Vals fyrir tímabilið 2023. Þá skoraði hann níu mörk í 26 deildarleikjum. Adam lék svo þrettán leiki og skoraði eitt mark fyrir Val síðasta sumar, áður en hann fór til Ítalíu.

Adam, sem er 26 ára kantmaður, hefur alls leikið 83 leiki í efstu deild með Val, Keflavík og Víkingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×