„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ögmundur Kristinsson lék níu leiki í Bestu deildinni í fyrra, eftir komuna heim frá Grikklandi, en hefur glímt við meiðsli í aðdraganda þessa tímabils. vísir/Diego Kalt loftslag hefur reynst fyrrum landsliðsmarkverðinum Ögmundi Kristinssyni erfitt. Hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli eftir heimkomu í Val og er óviss um hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Hann segir það hjálpa sér að eiga nýfætt barn heima til að annast. Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira