„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ögmundur Kristinsson lék níu leiki í Bestu deildinni í fyrra, eftir komuna heim frá Grikklandi, en hefur glímt við meiðsli í aðdraganda þessa tímabils. vísir/Diego Kalt loftslag hefur reynst fyrrum landsliðsmarkverðinum Ögmundi Kristinssyni erfitt. Hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli eftir heimkomu í Val og er óviss um hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Hann segir það hjálpa sér að eiga nýfætt barn heima til að annast. Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira