Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 08:32 Guðmundur Benediktsson ræddi vítaspyrnudóminn við þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í Stúkunni i gær. S2 Sport Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan. Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira