Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“

Sindri Sverrisson skrifar
Erna Guðrún Magnúsdóttir og stöllur í Víkingi virðast ekki alveg sannfærðar um ágæti leikaraskaps.
Erna Guðrún Magnúsdóttir og stöllur í Víkingi virðast ekki alveg sannfærðar um ágæti leikaraskaps. Stöð 2 Sport

Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að segja leikmönnum Bestu deildar kvenna til í nýrri auglýsingu og í þetta sinn vill hún sjá stelpurnar falla með tilþrifum til jarðar.

Það er þekkt vandamál í fótbolta karla að sumir leikmenn eiga það til að vera með leikaraskap; dýfa sér og rúlla eftir grasinu í von um að dómarinn bregðist við.

Minna fer fyrir þessu hjá konunum en það gæti breyst ef leikmenn hlusta á Önnu Svövu eins og sjá má í auglýsingunni hér að neðan.

Klippa: Dýfur í Bestu deild kvenna

„Að minnsta kosti 2-3 hringir á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn,“ er ráð Önnu Svövu og spurning hvort leikmenn ætli að nýta sér það.

Keppni í Bestu deild kvenna hefst í dag með tveimur leikjum og fyrsta umferðin klárast á morgun þegar þrír leikir fara fram.

Fyrsta umferð Bestu deildar

Þriðjudagur 15. apríl:

  • 18.00 Breiðablik - Stjarnan
  • 18.00 Þróttur - Fram

Miðvikudagur 16. apríl:

  • 18.00 Tindastóll - FHL
  • 18.00 Valur - FH
  • 18.00 Víkingur - Þór/KA

Vísir hefur undanfarna daga fjallað um öll tíu liðin sem leika í deildinni og spáir Breiðabliki Íslandsmeistaratitlinum en að Valur hafni aftur í 2. sæti. Nýliðum Fram og FHL er spáð falli aftur niður í Lengjudeildina en núna hefst alvaran og liðin geta sýnt hvað þau hafa raunverulega fram að færa.

Allir leikir í Bestu deild kvenna eru líkt og áður sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Lærðu að fagna eins og verðandi feður

Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að koma með ráð fyrir leikmenn Bestu deildar kvenna, fyrir fótboltasumarið. Í nýjustu auglýsingunni fer hún yfir það hvernig á að fagna mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×