ÍA og Selfoss bættust þar með í hópinn með ÍBV, Kára, Víkingi Ó., Keflavík og Aftureldingu sem komust þangað í gær. ÍA sló út Gróttu á Seltjarnarnesi en Selfoss vann Haukana á Selfossi.
ÍA vann 4-1 sigur á Gróttu. Ómar Björn Stefánsson skoraði tvívegis fyrir Skagaliðið í leiknum.
Viktor Jónsson kom Skagamönnum í 1-0 á 38. mínútu og Ómar Björn Stefánsson bætti við marki eftir fjögurra minútna leik í seinni hálfleik.
Caden Robert McLagan minnkaði muninn í 2-1 á 53. mínútu en Ómar kom Skagamönnum aftur tveimur mörkum yfir aðeins tveimur mínútum síðar.
Fjórða mark Skagamanna skoraði varamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson á 63. minútu og úrslitin voru ráðin.
Lengjudeildarlið Selfoss vann 4-0 sigur á C-deildarliði Hauka á heimavelli sínum.
Elvar Orri Sigurbjörnsson og Frosti Brynjólfsson komu Selfyssingum í 2-0 á fyrstu 26 mínútum leiksins. Elvar Orri skoraði síðan þriðja markið á 68. mínútu og gerði endanlega út um leikinn.
Selfyssingar voru ekki hættir því aðeins tveimur mínútum síðan var staðan orðin 4-0 eftir mark frá fyrirliðanum Ívani Breka Sigurðssyni. Það urðu lokatölur.
Völsungur og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli og þar stendur framlenging yfir. Heimamenn komust í 2-0 en Þróttarar jöfnuðu í lok leiks.