„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:52 Stjarnan á enn eftir að fá sitt fyrsta stig í Bestu deild kvenna á tímabilinu. vísir/diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira