Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 20:25 Arngunnur Ýr Gylfadóttir hlaut nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar á síðasta degir vetrar. REC media Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira