Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands.
🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3
— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025
Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár.

Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM.
Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli.
Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga.
Þýski landsliðshópurinn:
Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf)
Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen)
Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach)
Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin)
Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin)
Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig)
Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC)