Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:29 Það var nóg pláss fyrir stuðningsmenn Vestra á leik gegn Fram í Úlfarsárdal á síðustu leiktíð, þegar þessi mynd var tekin. Þá, líkt og í gær, fögnuðu Vestramenn sigri. vísir/Viktor Freyr Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“ Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn