„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 09:33 Bjarki Gunnlaugsson og Kormákur Geirharðsson rifja hér upp Domo ævinýrið og þeir gátu hlegið af þessu öllu saman næstum því tuttugu árum síðar. S2 Sport Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl. A&B Veitingastaðir Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl.
A&B Veitingastaðir Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport