„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 16:30 Arna fagnar með liðsfélögum sínum eftir seinna markið. Fyrra markið var þó mun glæsilegra. vísir / guðmundur Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. „Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
„Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn