„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 27. apríl 2025 23:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fór með sigur af hólmi eftir hádramatískan leik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira