Leik lokið: Þróttur - Tinda­stóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins

Pálmi Þórsson skrifar
Freyja Karín skoraði eina mark leiksins úr fyrstu sókn leiksins.
Freyja Karín skoraði eina mark leiksins úr fyrstu sókn leiksins. vísir / guðmundur

Þróttur tekur á móti Tindastóli sem varð að sætta sig við nístingssárt tap í síðustu umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Þróttarar eru án taps og meðal efstu liða deildarinnar.

Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. 

Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. 

Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni.

Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi von bráðar. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira