Kolstad tapaði fyrsta leiknum óvænt gegn liðinu sem endaði í fimmta sæti deildarinnar, en hefur unnið örugga sigra í leikjunum tveimur síðan. Sjö marka sigur síðast og sautján marka stórstigur í dag, 43-26.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad, eldri bróðir hans Arnór Snær skoraði eitt mark, líkt og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson.
Kolstad, sem er tvíríkjandi meistari, mun því leika til úrslita um norska titilinn gegn Elverum, sem endaði í efsta sæti deildarkeppninnar.