„Elska að horfa á FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2025 13:47 FH-ingar hafa unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í Bestu deild kvenna og aðeins fengið á sig tvö mörk, fæst allra. vísir/guðmundur þórlaugarson FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30