Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 23:02 Orka VÆB-bræðra er gríðarlega mikil og smitar sannarlega frá sér. Eurovision Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira