Stjarnan - FHL 1-0
Úlfa Dís Úlfarsdóttir tryggði Garðbæingum sigurinn með glæsimarki. Skoti fyrir utan teig sem sveif upp við samskeytin.
Víkingur - Tindastóll 1-4
Tindastóll komst yfir strax á 2. mínútu með marki frá Elísu Bríet Björnsdóttur en Bergþóra Sól Ásmundsdóttir jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar með marki eftir hornspyrnu.
Á 16. mínútu kom Makala Woods gestunum síðan í forystu á ný þegar hún skoraði eftir frábæra sendingu frá Birgittu Rún Finnbogadóttur.
Í síðari hálfleiknum bættu Stólarnir við tveimur mörkum. Fyrst skoraði Birgitta Rún á 60. mínútu eftir að Woods hafði gert vel og Elísa Bríet skoraði sitt annað mark á 71. mínútu.
Þróttur - FH 4-1
Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og komust yfir strax á 3. mínútu með marki frá Freyju Karín Þorvarðardóttur. Unnur Dóra Bergsdóttir bætti við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar.
FH náði að minnka muninn í 2–1 með marki frá Thelmu Karen Pálmadóttur á 24. mínútu, en Þróttur svaraði fljótt með tveimur mörkum til viðbótar fyrir hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði úr þröngu færi og Freyja Karín bætti við sínu öðru marki rétt fyrir hálfleik.
Seinni hálfleikur var tíðindalítill og markalaus.
Fram - Þór/KA 1-3
Á 20. mínútu skoraði Amalía Árnadóttir glæsilegt mark eftir þríhyrningsspil við Söndru Maríu Jessen. Skot Amalíu lenti fyrst í stönginni en hún fylgdi eftir og skoraði.
Sandra María Jessen var svo á ferðinni á 30. mínútu þegar hún skoraði eftir stórkostlega utanfótar sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur.
Bæði lið héldu áfram að sækja í leit að marki sem kom á fimmtu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Murielle Tiernan skoraði þá í þaknetið eftir aukaspyrnu sem datt fyrir Mackenzie Elyze Smith sem sendi boltann fyrir markið á Murielle Tiernan.
Á 60. Mínútu skorar Sandra María Jessen síðan sitt seinna mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá Angelu Mary Helgadóttur.