Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 14:03 Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska landsliðsins á EM 2022 en hefur ekki spilað síðastliðin tvö ár. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi. Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur. Besta deild kvenna FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki