„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:21 Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Vals. Vísir/Anton Brink Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld. Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni