„Ég hefði getað sett þrjú“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2025 22:00 Stígur Diljan setti sitt fyrsta og var óheppinn að bæta ekki öðru og jafnvel þriðja markinu við í dag, átti skot sem small í báðum stöngunum og fór illa með dauðafæri. vísir „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. Stígur skoraði fyrsta markið fyrir Víking í Reykjavíkurmótinu í vetur. Hann var hins vegar ólöglegur, ekki búinn að fá leikheimild eftir að hafa skipt til Víkings frá Triestina á Ítalíu. Markið og úrslit leiksins voru því dæmd ógild og Leiknir dæmdur 3-0 sigur. Stígur sagði það sætara að vita að markið yrði ekki tekið af honum núna eftir á. Hann skoraði fyrsta mark leiksins, eftir stoðsendingu Helga Guðjónssonar sem skoraði annað markið. Víkingar gáfu ÍA síðan klaufalegt færi á sér rétt fyrir hálfleik, sem gestirnir nýttu til að minnka muninn. „Mér fannst við miklu betri í þessum leik, bara eitt lið á vellinum nánast allan leikinn. 2-1 finnst mér ekki útskýra hvernig leikurinn var. Frábær leikur hjá okkur öllum“ sagði Stígur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í seinni hálfleiknum en Stígur var óheppinn að setja ekki annað mark, boltinn skoppaði í báðar stangirnar og út. Hann fór síðan illa með algjört úrvalsfæri. „Ég hefði getað sett þrjú sko. Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina þarna. Svo kom Valdimar með góða sendingu en ég náði ekki alveg jafnvægi og náði ekki að pota honum inn, en bara sáttur með sigurinn.“ Stígur sagði tímabilið fara vel af stað hjá Víkingum, sem settust með sigrinum í efsta sæti deildarinnar. Breiðablik getur þó tekið toppsætið af þeim með sigri gegn FH í Kaplakrika á morgun. „Mér finnst við besta liðið í deildinni og finnst við líka eiga meira inni.“ Stígur byrjaði leikinn á vinstri vængnum en endaði hann hægra megin og var því að lokum spurður hvoru megin honum liði betur. „Vinstra megin. Mér finnst betra að geta farið inn með boltann, ég er náttúrulega hægri fótar, gott að geta köttað inn eins og þegar ég skaut í stöngina. Gott að geta farið inn og skotið með hægri… Svo get ég líka spilað á miðjunni en hef ekki spilað þar mikið.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira
Stígur skoraði fyrsta markið fyrir Víking í Reykjavíkurmótinu í vetur. Hann var hins vegar ólöglegur, ekki búinn að fá leikheimild eftir að hafa skipt til Víkings frá Triestina á Ítalíu. Markið og úrslit leiksins voru því dæmd ógild og Leiknir dæmdur 3-0 sigur. Stígur sagði það sætara að vita að markið yrði ekki tekið af honum núna eftir á. Hann skoraði fyrsta mark leiksins, eftir stoðsendingu Helga Guðjónssonar sem skoraði annað markið. Víkingar gáfu ÍA síðan klaufalegt færi á sér rétt fyrir hálfleik, sem gestirnir nýttu til að minnka muninn. „Mér fannst við miklu betri í þessum leik, bara eitt lið á vellinum nánast allan leikinn. 2-1 finnst mér ekki útskýra hvernig leikurinn var. Frábær leikur hjá okkur öllum“ sagði Stígur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í seinni hálfleiknum en Stígur var óheppinn að setja ekki annað mark, boltinn skoppaði í báðar stangirnar og út. Hann fór síðan illa með algjört úrvalsfæri. „Ég hefði getað sett þrjú sko. Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina þarna. Svo kom Valdimar með góða sendingu en ég náði ekki alveg jafnvægi og náði ekki að pota honum inn, en bara sáttur með sigurinn.“ Stígur sagði tímabilið fara vel af stað hjá Víkingum, sem settust með sigrinum í efsta sæti deildarinnar. Breiðablik getur þó tekið toppsætið af þeim með sigri gegn FH í Kaplakrika á morgun. „Mér finnst við besta liðið í deildinni og finnst við líka eiga meira inni.“ Stígur byrjaði leikinn á vinstri vængnum en endaði hann hægra megin og var því að lokum spurður hvoru megin honum liði betur. „Vinstra megin. Mér finnst betra að geta farið inn með boltann, ég er náttúrulega hægri fótar, gott að geta köttað inn eins og þegar ég skaut í stöngina. Gott að geta farið inn og skotið með hægri… Svo get ég líka spilað á miðjunni en hef ekki spilað þar mikið.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira