Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn í liði Magdeburg í dag. Ómar skoraði ellefu mörk og var markahæstur í liðinu. Gísli Þorgeir kom svo næstur með sjö en samanlagt skoruðu þeir félagar úr 18 af þeim 19 skotum sem þeir tóku.
Madgeburg situr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Füchse Berlin og Melsungen þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni en þetta var tíu deildarsigur liðsins í röð.