Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 13:30 Tryggvi Garðar Jónsson kveður Fram sem Íslands- og bikarmeistari og er nú á leið í atvinnumennskuna. vísir/Anton Hinn 22 ára gamli Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, flytur til Austurríkis í sumar því hann hefur samið við úrvalsdeildarfélagið ALPLA Hard. Tryggvi er á heimasíðu Hard kynntur sem 197 cm skytta sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins. Hann var áður í sigursælu liði Vals en kom til Fram 2023 og varð á nýafstaðinni leiktíð tvöfaldur meistari með Frömurum. Núna er komið að fyrsta skrefinu í atvinnumennsku og það verður undir handleiðslu Íslendings því Hannes Jón Jónsson þjálfar ALPLA Hard og fagnar komu Tryggva: „Tryggvi var að vinna Íslandsmeistaratitilinn og hefur spilað mikilvægt hlutverk í hjarta varnarinnar á þessari leiktíð. Hann fékk góðan handboltagrunn hjá Val og það verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í deildinni hérna. Við erum með tvo unga leikmenn sem vinstri skyttur, í þeim Lukas Fritsch og Tryggva, og mikinn efnivið með þá tvo í miðjublokkinni okkar,“ sagði Hannes á heimasíðu Hard. „Ég ákvað að fara til Hard því ég held að það sé fullkominn staður til að þróast sem leikmaður. Frá því að ég talaði fyrst við Hannes þá var ég spenntur og vissi að þetta yrði gott skref. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri til að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði Tryggvi sem ætlar sér að halda áfram að vera sigursæll með sínu nýja liði. Hjá ALPLA Hard hittir Tryggvi fyrir fyrrverandi liðsfélaga sinn úr Val, Tuma Stein Rúnarsson, sem kom til félagsins í fyrra. Hard varð deildarmeistari í apríl og er komið í úrslitaeinvígi gegn Krems um austurríska meistaratitilinn, eftir að hafa slegið út Margareten í einvígi sem endaði í vítakeppni. Olís-deild karla Fram Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Tryggvi er á heimasíðu Hard kynntur sem 197 cm skytta sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins. Hann var áður í sigursælu liði Vals en kom til Fram 2023 og varð á nýafstaðinni leiktíð tvöfaldur meistari með Frömurum. Núna er komið að fyrsta skrefinu í atvinnumennsku og það verður undir handleiðslu Íslendings því Hannes Jón Jónsson þjálfar ALPLA Hard og fagnar komu Tryggva: „Tryggvi var að vinna Íslandsmeistaratitilinn og hefur spilað mikilvægt hlutverk í hjarta varnarinnar á þessari leiktíð. Hann fékk góðan handboltagrunn hjá Val og það verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í deildinni hérna. Við erum með tvo unga leikmenn sem vinstri skyttur, í þeim Lukas Fritsch og Tryggva, og mikinn efnivið með þá tvo í miðjublokkinni okkar,“ sagði Hannes á heimasíðu Hard. „Ég ákvað að fara til Hard því ég held að það sé fullkominn staður til að þróast sem leikmaður. Frá því að ég talaði fyrst við Hannes þá var ég spenntur og vissi að þetta yrði gott skref. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri til að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði Tryggvi sem ætlar sér að halda áfram að vera sigursæll með sínu nýja liði. Hjá ALPLA Hard hittir Tryggvi fyrir fyrrverandi liðsfélaga sinn úr Val, Tuma Stein Rúnarsson, sem kom til félagsins í fyrra. Hard varð deildarmeistari í apríl og er komið í úrslitaeinvígi gegn Krems um austurríska meistaratitilinn, eftir að hafa slegið út Margareten í einvígi sem endaði í vítakeppni.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni