„Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2025 12:00 Ágúst Jóhannsson náði einstökum árangri með Valsliðið á tímabilinu. Vísir/Ívar Ágúst Jóhannsson segist vera einstaklega stoltur af Valsliðinu sem varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hann segist sjálfur vera uppgefinn eftir síðustu vikur. Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira