Öll mörkin í Bestu: Stjarnan tætti KR í sig og ÍA valtaði yfir Blika Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:39 Örvar Eggertsson skoraði fjórða mark Stjörnunnar gegn KR í gærkvöld. Stöð 2 Sport Víkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 20 stig eftir sigur sinn gegn Vestra í gær, þegar níunda umferðin var öll leikin. Vestri og Breiðablik koma í næstum sætum og Valur er í 4. sæti með 15 stig eftir að hafa orðið fyrsta liðið til að fagna sigri í Mosfellsbæ í sumar. Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar. Besta deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar.
Besta deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira