Sýndu reiði Davíðs skilning en fannst hann fara yfir strikið Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 10:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr „Er ekki Davíð Smári aðeins að fara yfir línuna í þessu viðtali?“ spurði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, eftir orðin sem Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, lét falla í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn KR í Bestu deildinni. Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“ Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“
Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira