Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 09:35 Reynir Þór Stefánsson fór á kostum með Fram í vetur. Vísir/Diego Þýska handknattleiksfélagið Melsungen staðfesti í dag komu Framarans unga Reynis Þórs Stefánssonar. Óhætt er að segja að síðustu vikur hafi verið sannkallaður draumur hjá þessum 19 ára leikmanni. Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg. Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg.
Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira