Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2025 10:02 Patrick Pedersen nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar upp á 131 mark í efstu deild. Vísir/Samsett mynd Það er ekki bara á æfingum þar sem að Valsarinn Patrick Pedersen hefur skorað mörkin. Í efstu deild eru mörk hans orðin alls 127 talsins. Pedersen hefur verið í fanta formi það sem af er tímabili í Bestu deildinni og nálgast markamet efstu deildar óðfluga. Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira