Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 11:49 Jón Þór Hauksson tók við ÍA snemma árs 2022 eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson hætti með liðið til að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/Diego Skagamenn töldu sér þann kost einn nauðugan að skipta um þjálfara vegna afar slæmrar stöðu ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir Jón Þór Hauksson hafa verið sammála því og að nú fari vinna á fullt við að finna arftaka hans. ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert. Besta deild karla ÍA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira