Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 10:05 Tómas Hjaltested mundar kylfuna á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Getty/Alex Burstow Kylfingurinn Tómas Hjaltested keppir í dag í útsláttarkeppni Opna breska áhugamannamótsins í golfi eftir að hafa verið sá eini af fimm Íslendingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Logi Sigurðsson féll út í bráðabana. Eftir tvo daga af höggleik, og bráðabana þar sem 24 kylfingar kepptu um fimm síðustu lausu sætin, er Tómas einn af 64 kylfingum sem eftir standa á mótinu. Nú tekur við holukeppni þar sem Tómas mætir Frakkanum Paul Beauvy í 64 manna úrslitum. Ljóst er að Tómas mun þurfa að hafa sig allan við gegn Beauvy sem lék hringina tvo í höggleiknum á samtals -6 höggum og varð í 6. sæti en Tómas lék samtals á -2 höggum og varð í 58. sæti. Eins og fyrr segir var Logi Sigurðsson afar nálægt því að komast einnig í 64 manna úrslitin en hann var einn af 24 kylfingum sem léku hringina tvo á samtals -1 höggi og urðu jafnir í 60. sæti. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Logi par en eftir skolla á næstu holu, átjándu holu vallarins, var hann úr leik. Fjórir aðrir íslenskir kylfingar léku á mótinu. Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 105. sæti á +1 höggi, Veigar Heiðarsson í 155. sæti á +4 höggum, Dagbjartur Sigurbrandsson í 183. sæti á +5 höggum og Guðjón Frans Halldórsson í 206. sæti á +6 höggum en alls tóku 288 kylfingar þátt. Leikur Tómasar og Beauvy hefst núna í hádeginu og er hægt að fylgjast með stöðunni með því að smella hér. Sýn verður með beina útsendingu tvo síðustu keppnisdaga mótsins, á föstudag og laugardag, á Sýn Sport 3. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eftir tvo daga af höggleik, og bráðabana þar sem 24 kylfingar kepptu um fimm síðustu lausu sætin, er Tómas einn af 64 kylfingum sem eftir standa á mótinu. Nú tekur við holukeppni þar sem Tómas mætir Frakkanum Paul Beauvy í 64 manna úrslitum. Ljóst er að Tómas mun þurfa að hafa sig allan við gegn Beauvy sem lék hringina tvo í höggleiknum á samtals -6 höggum og varð í 6. sæti en Tómas lék samtals á -2 höggum og varð í 58. sæti. Eins og fyrr segir var Logi Sigurðsson afar nálægt því að komast einnig í 64 manna úrslitin en hann var einn af 24 kylfingum sem léku hringina tvo á samtals -1 höggi og urðu jafnir í 60. sæti. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Logi par en eftir skolla á næstu holu, átjándu holu vallarins, var hann úr leik. Fjórir aðrir íslenskir kylfingar léku á mótinu. Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 105. sæti á +1 höggi, Veigar Heiðarsson í 155. sæti á +4 höggum, Dagbjartur Sigurbrandsson í 183. sæti á +5 höggum og Guðjón Frans Halldórsson í 206. sæti á +6 höggum en alls tóku 288 kylfingar þátt. Leikur Tómasar og Beauvy hefst núna í hádeginu og er hægt að fylgjast með stöðunni með því að smella hér. Sýn verður með beina útsendingu tvo síðustu keppnisdaga mótsins, á föstudag og laugardag, á Sýn Sport 3.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira